Við gerum ekki bara hlutina rétt - við gerum þá betur
Með virðingu fyrir náttúrunni nýtum við kraft hennar til að skapa vörur sem styðja við líðan, skýra hugsun og varanlegt jafnvægi - fyrir líkama og huga. Við leggjum mikla áherslu á að hvert einasta skref sé tekið með gæði, hreinleika og virkni að leiðarljósi. Þegar við hlúum að náttúrunni, hlúir hún að okkur.
Grunnur að gæðum
Lion’s Mane Sveppurinn er 90% vatn og er því mikilvægt að vatnið sem er notað við framleiðslu sé það allra besta. Við hjá NorthTropics getum stolt sagt að ein af okkar sérstöðum er íslenska vatnið - Okkar einstaka vatn tryggir ekki aðeins hreinleika heldur bætir einnig gæði og virkni Lion’s Mane sveppsins
Við notum aðeins sveppinn sjálfan (sveppaaldin) - án fylliefna.
Sveppaaldin er sá hluti sveppsins sem vex úr sveppamassanum. Við tökum engar styttri leiðir eins og margir aðrir framleiðendur sem þynna gjarnan út virkni sveppsins með fylliefnum sem finnast í sveppamassa.
Hringrás Íslenskra fyrirtækja
Við vinnum með íslenskum fyrirtækjum sem deila okkar gildum um gæði og sjálfbærni.Við fáum lífræn hráefni frá Bíóbóndanum, sem við nýtum í framleiðsunni okkar. Sem stendur er allur sveppamassinn okkar nýttur til skógræktar hjá Skógræktarfélagi Hafnafjarðar til að bæta jarðveg og styðja við endurheimt skóga.Umbúðir og útlit vörunnar eru hannaðar í samstarfi við Strik Studio og grafíska hönnuðinn Björn Magnússon.Þetta er okkar hringrás – þar sem íslensk náttúra, hönnun og vistvæn nálgun fara saman.
Leiðarljós
Vatnið
Engar styttri leiðir
Frá upphafi til enda