Algengar spurningar
Hvað er Lion’s Mane og hvernig virkar hann?
Lion’s mane er lækningasveppur sem hefur verið notaður í hefðbundnum austrænum lækningum í yfir þúsund ár. Lion’s Mane inniheldur efni sem örva framleiðslu á Nerve Growth Factor (NGF), sem er prótein sem stuðlar að vexti og viðhaldi taugakerfisins. Það getur hjálpað til við að styrkja taugafrumurnar, minnið, einbeitinguna og ná andlegu jafnvægi. Auk þess getur hann haft jákvæð áhrif á meltingu, ónæmiskerfið og verið nytsamlegur fyrir fólk með taugasjúkdóma eða minnisleysi.
Hvenær finn ég fyrir áhrifum?
Þú getur fundið áhrif af Lion’s Mane innan nokkurra vikna til mánaðar, eins og aukna einbeitingu, minni og andlegt jafnvægi. Áhrif á meltingu eða ónæmiskerfið geta tekið lengri tíma að koma fram. En hver og einn bregst mismunandi við og mælum við með að taka Lion’s mane daglega í 1-2 mánuði til að finna fyrir virkni vörunnar.
Er þetta öruggt og náttúrulegt?
Já. Við notum aðeins sveppaldin – virkasti hluta sveppsins – og ræktum hann á Íslandi með hreinu íslensku vatni, í hreinu og vottuðu umhverfi og án allra aukaefna. Varan er náttúruleg fæðubót og hentar flestum.
Er þetta fyrir mig, þó ég sé ekki undir miklu álagi?
Já. Hvort sem þú ert að leita eftir meiri fókus í vinnunni, minni streitu í náminu eða betri jafnvægi yfir daginn, þá styður Lion’s Mane við taugakerfið og andlega heilsu fyrir flesta.
Hvernig tek ég Lion's Mane inn?
Hylki
Taktu þrjú hylki daglega, helst með fyrstu máltíð dagsins. Við mælum ekki með að taka hylkin á tómann maga.
Duft
Taktu tvær skeiðar daglega. Hægt er að blanda duftið við smoothie, djús, graut eða eitthvað annað sem þér dettur í hug. Við mælum ekki með að taka duftið á tómann maga.
Er þetta eitthvað sem ég þarf að taka alla ævi?
Nei. Sumir nota Lion’s Mane tímabundið til að styðja við ákveðin tímabil (t.d. mikið vinnuálag), aðrir velja að taka sveppinn daglega sem hluta af heilsuvenjum sínum.
Er einhver áhætta eða aukaverkanir?
Flestir þola Lion’s Mane vel, en sumir finna fyrir vægum meltingartruflunum eða ofnæmisviðbrögðum. Ef þú ert með sveppaofnæmi eða tekur inn lyf, ráðfærðu þig við lækni áður en þú byrjar að taka Lion's Mane.
